bardagablogg

Bardagar, blóð og skemmtilegheit

Category: Uncategorized

Viða við Conor McGregor eftir titilbardagann sinn síðustu helgi

Flottur maður hér á ferð

Topp 10 Nýjir í UFC

Topp 10 Nýjir í UFC

Gunni virðist ætla vera á öllum topp 10 listum sem hann mögulega kemst á í ár, fyrir utan íþróttamaður ársins. Hér er UFC búið að velja 10 bestu nýju bardagmenn sína árið 2012. 

Íslendingar vinsælir í MMA fréttum á Írlandi

Íslendingar vinsælir í MMA fréttum á Írlandi

Bæði Árni Ísaksson og Gunnar Nelson eru á topp 10 yfir vinsælustu fréttir á mmasíðunni SevereMMA sem er Írsk síða sem fjallar um blandaðarbradagalisti, meira svona.

Skemmtilegar MMA ljósmyndir

Image

Egill Bjarki íslenskur ljósmyndari búsettur í Shanghai er með mjög skemmtilegar heimildaljósmyndur af MMA bardaga mönnum að æfa og undir búa sig fyrir bardaga
http://www.egillbjarki.com/dalby.html
http://www.egillbjarki.com/mma.html

UFC 155 — Umfjöllun og hvað er næst

Spádómsgáfa mín var mjög döpur fyrir Image

UFC 155. En hvað sem því skiptir er hér smá umfjöllun um eventið og hvað er næst fyrir bardagamennina.

Junior Dos Santo vs. Cain Velasquez

Mjög skrýtin fight. Junior virtist stressaður að nota boxið sitt vegna wrestlings Cain og endaði með því að láta næstum því rota sig. Eftir það var Junior aldrei líklegur. Cain barðist í raun fullkominn bardaga. Fannst samt hann hafa átt að geta klárað Junior. Eftir þennan bardaga og þann fyrsta á FOX tel ég að sá þriðji sé á leiðinni. Tveir aðrir keppinautar þeirra um titilinn eru Cormier sem er liðsfélagi Cain og því er líklegt að hann fari niður í LHW fyrst að titill inn er kominn í hendur AKA manna. Hinn er Overreem og hann á eftir að berjast við Big Foot. Ég held hins vegar að Cain vs. Junior 3 verði stærri fight því spái ég rematch strax.

Næst fyrir þá. 

Cain: Overreem eða Dos Santos í þriðjaskiptið

Junior: Kannski að hann þurfi að vinna einn á milli og svo Cain. Væri þá til í að sjá Junior vs. Travis Browne. Þar sem UFC setur yfirleitt þá sem hafa tapa bardaga á móti öðrum bardagamanni sem hefur tapaði. Þetta yrði standandi stríð og fínn möguleiki fyrir flott rothögg frá Junior. 

Jim Miller vs. Joe Lauzon

Frábær bradagi. Fight of the Night eins og ég spáði. Fram og tilbaka og nóg af blóði. Þarna sannaðist að Joe Lauzon er ekki alveg nógu góður fyrir toppinn en er samt einn af tíu til fimmtán bestu LW í heimi.

Næst fyrir þá.

Jim Miller: Sigurvegari Pettis vs. Cowboy. Þar sem Melendez er örrugglega næstur í titilinn þá yrði þetta nr. 1 contender bardagi.

Joe Lauzon: Ef Cowboy tapar fyrir Pettis gætu þeir barist en annars Nate Diaz. Þvílíkt hvað það gæti orðið rosalegur bardagi.

Tim Boetch vs. Costa Philippou

Vá hvað þetta var skýtinn bardagi. Boetch braut á sér hendina snemma í bardaganum og eftir það var eins og hann væri bara hættur. Var lamminn sundur og saman. Til að toppa sína framistöðu ákvað hann að pulla guard nokkrum sinnum til að láta berja sig soldið í smettið.

Næst fyrir þá.

Costa Philippou vs. Okami

Tim Boetch vs. Belcher

Yushin Okami vs. Alan Belcher

Hundleiðinlegt DEC þar sem Okami sýndi að ef maður vill vera topp fimm í einhverri deild í UFC þarf maður að vera með frábært wrestling. Þar sást munurinn á þessum mönnum. Eðililegt væri þar sem Okami er ekki að fara að berjast um titillinn neitt í bráð að hann sláist við Costa og ef Belcher getur unnið Boetch á flottan hendir það honum hratt áfram í MW.

Næst fyrir þá.

Costa Philippou vs. Okami

Tim Boetch vs. Belcher

Chis Leban. vs. Derek Brunson

Leiðinlegasti fight kvöldsins. Leban leit út fyrir að vera enn illa háður verkjalyfjum. Hann minnti mann einna helst á dauðadrukinn mann. Brunson tók hann niður og gerði hvorugur lítið þar. 

Næst fyrir þá.

Chris Leban: Hætta. Held það bara, hann er búinn og grenja og blæða nóg í UFC að mínu mati

Derek Brunson: Bara einhvern sem vinnur hann svo UFC losni við hann. Hann hafði ekkert að gera á main event cardi og vill ég sjá hann næst á facebook prelims.

Aðrir fighterar sem er verðugt að minnast á.

Myles Jury leit mjög vel út og slátraði Johnson. Kannski að hann geti klifrað upp í keppni næst og mætt Edson Barboza ef hann vinnur í Janúar

Michael Johnson vs. Guillard. Guillard búinn að tapa tveim í röð og á skilið að fá gæja sem er ekki hátt uppi til að komast á flug aftur.

Jamie Varner vs. Takanori Gomi, báðir nöfn og gæti fleygt sigurvegaranum áfram í LW

Eddie Winleand vs. Raphael Assunao, báðir að banka við toppinn á deildinni

Todd Duffee minn maður á móti Pat Barry, afhverju ekki, þó svo að Duffee sé nýkominn aftur gæti þetta orðið mjög góður fight.

Conor McGregor vs. Ivan Buchinger — Cage Warrior 51

Ekki gekk mín spádómsviska sérstaklega vel um helgina en eitt er ég með á hreinu, Conor er hrikalegur og kemst vonandi í UFC 2013.

Cage Warrior 51 — Lightweight titil bardagi

Þegar það er risa UFC „event“ þá gleymast oft bardagar annars staðar í heiminum. Yfir nýárs helgina eru nokkur önnur „event“ víðsvegar um heiminn. Ég ætla að fjalla hér um bardaga sem fer fram í Jemen á nýársdag.

Image

Conor McGregor vs. Ivan Buchinger — Cage Warrior (Lightweight Title)

Conor er Mjölnismönnum mjög vel kunnugur. Hann var á Íslandi við æfingar síðast haust og kom aftur í rúman mánuð og var við æfingar til að undirbúa sig fyrir þennan bardaga með Gunnari Nelson og keppnisliði Mjölnis frá október fram í nóvember. Conor er mjög góður boxari, hraður, agressívur, teknískur með kraft til að rota menn. Hann er heldur enginn auli í gólfinu. Hann fékk fjólubláabeltið sitt í BJJ í nóvember frá þjálfara sínum John Kavanagh og Gunnnari Nelson hér á Íslandi. Þessi bardagi er fyrir „Lightweight“ (155) titil Cage Warrior samtakanna. Conor er „Featherweight“ (145) meistari Cage Warrior og stefnir að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum. Conor er algjör morðingi, byrjar hratt og gefur engan grið. Keyrir beint í andlit andstæðinga með takmarkið að senda þá í draumaheiminn. Andstæðingur hans er enginn auli, hann virðist á því sem ég hef séð af honum vera góður á felstum stöðum þó svo að ég sé ekki alveg viss um wrestlingið hans. Ivan hefur unnið tuttugu og einn bardaga og tapað þrem. Tvö þessara tapa hafa komið á móti mönnum sem er í UFC í dag. Hann hefur unnið þrjá í röð og er titlaðu sem einn af topp tíu léttviktar bardagamönnum frá Evrópu. Reikna má að hann verði stærri en Conor því að hann er náttúrulegur LW en Conor mun þá líklega verða hraðari. Báðir menn eru ungir Ivan (26) og Conor (24) og ef Conor vinnur þennan bardaga er líklegt að hann fari að banka á dyrnar hjá stærri samtökum. Eina slæma sem ég hef að segja um Ivan er að hann hefur tapað þegar hann hefur tekið á móti topp andstæðingum, Ég held að sjálfsögðu með Conor og spái honum sigur. Hann er frá bræðra „gymi“ Mjölnis SBGi Ireland og má vonandi reikna með að sjá meira af honum á íslandi á næstu árum.

Video af Conor:

http://www.youtube.com/watch?v=myj864DW3Eg

http://www.youtube.com/watch?v=TOggje_FuNg

http://www.youtube.com/watch?v=myj864DW3Eg

Video af Ivan:

http://www.youtube.com/watch?v=iugmm48JLkg

http://www.youtube.com/watch?v=TTdh8LRY3OY

http://www.youtube.com/watch?v=F82kKf6rs2w

Mín spá: Conor TKO 2 Lota

Vinsælustu íþróttafréttir 2012

Vinsælustu íþróttafréttir 2012

Greinilegt að áhugi á mma fer gífurlega vaxandi á Íslandi. Ef að spárnar erlendis eru réttar um að að 2013 verð ár Gunna verður gaman að sjá hvort það fari ekki að koma meiri umfjöllun um mma erlendis á íslenska fjölmiðla.

UFC 155 Main Event

UFC geymir það stærsta og besta fyrir lok ársins þá er komið að því. Vonandi að þetta „card“ standi undir nafni.

Hér að neðan eru mínar pælingar og spár.

Image

Chris „The Crippler“ Leban vs. Derek Brunson

Gaman að sjá Leben koma aftur eftir keppnisbann vegna lyfjamisferli. Hann hlaut að vera á eiturlyfjum miðað við hverni hann klæddi sig og slóst. Hann barðist síðast í nóvember 2011 og tapaði fyrir Mark Munoz. Hann fær „built up fight“ því hann er stjarna sem þarf að endurskipuleggja ímynd sína. Leban er ekki að fara að berjast um neina titla en hann er stjarna og mjög vinsæll. Einn af upprunalegu Ultimate Fighter keppendunum og er í uppáhaldi hjá yfirmönnum UFC. Derek er því að mínu mati fórnalamb. Þeir eru að losa sig við hann af launaskrá. Hann er með samning við Strikeforce og er einn af þeim fyrstu sem þeir taka yfir í UFC eftir dauða Strikeforce. Hann hefur helst unnið sér til frægðar að tapa fyrir Kendall Grove og Jacare Souza.

Mín spá: Leban TKO 1 lota

Image

Yushin Okami vs. Alan Belcher

Þetta er alvöru bardagi. Belcher er að gera sig líklegan að verða „Contender“ í MW deildinni í UFC. Hann hefur barist í UFC frá því 2006, barist þrettán bardaga, unnið níu og tapað fjórum. Fyrsti bardagin hans í UFC var gegn Okami sem að Okami vann á dómaraúrskurði. Belcher hefur helst unið sér það til frægðar að fara í gólfið með Phalares og haft betur. Einnig er hann frægur fyrir mjög ósmekklegt tattoo af Johnny Cash. Bardagi Okami við Belcher var líka hans fyrsti í UFC en hann hefur barist fimmtán sinnum í heildina unnið ellefu og tapað fjórum. Hann barðist árið 2011 við Anderson Silva um titilinn en tapaði líkt og allir gera. Því næst tapaði hann á óskiljanlegan hátt fyrir Tim Boetsch sem hann lamdi sundur og saman í tvær lotur og var svo rotaður. Þó svo að hann hafi tapað þessum tveim er hann samt topp fimm MW og þetta verður erfiður bardagi fyrir Belcher.

Mín spá: Okami DEC

Image

Tim Boetsch vs. Costa Philippou

Maðurinn sem vann Okami á óskiljanlegan hátt og vann svo Lombard í leiðinlegasta bardaga ársins 2012 er mættur. Hann átti upprunalega að berjast við Chris Weidman sem „Title Eliminator“, en vegna meiðsla Weidman kom Costa í staðinn. UFC virðist hafa litla trú á Tim sem hefur unnið fjóra í röð. Hins vegar ætti Costa ekki að vera mikil áskorun. Hann hefur reyndar unnið fjóra í röð en ekki á móti stórum nöfnum. Costa er flottur boxari með gott „Takedown Defense“ en ég held að Tim skelli honum samt á hausinn.

Mín spá: Boetsch DEC

Image

Jim Miller vs. Joe Lauzon

Verðlaunabónussafnararnir eru mættir. Fjórtán bónusar sem hafa flestir verið unnir af Lauzon. Þetta verður eitthvað. Lauzon er mjög skemmtilegur bardagamaður sem virðist bögglast gegn þeim bestu. Hann er með svakalegt „ground game“ og finnst ekki leiðinlegt að rífa í útlimi og að reyna að svæfa menn. Miller er hins vegar enginn auli. Ekki er langt síðan að hann vann sjö bardaga í röð. Hann hefur aðeins tapað nýlega fyrir Nate Diaz og meistaranum í LW Benson Henderson. Stóra spurningin er hvort Miller sé of góður fyrir Lauzon. Þeir eru báðir mjög góðir í gólfinu svo þetta verður hugsanlega barátta standandi. Þeir sem hafa áhuga að sjá hæfileika Lauzon geta séð nýlegt video ef honum hér.
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=5f2S7hmUuhA

Mín spá: Miller SUB 2 lota

Image

Junior Dos Santos vs. Cain Velasquez

Stóru mennirnir eru mættir. Ótrúlegt hvað allir halda að Cain muni geta eitthvað í annað sinn. Mér er drullusama ef hann var meiddur í fyrsta bardaganum, hann entist varla í mínútu. Horfði á fréttamannafund fyrir „event-ið“ áðan og allir að tala við Cain eins og hann sér einhver hetja. Þetta er jú Brazilía vs. Mexíkó en hann er enginn alvöru Mexíkani. Fæddur í Bandaríkjunum, alinn upp í Arizona og fyrir einhverja undalega ástæðu, t.d. hárgreiðsluna í æsku eða að hann berjist fyrir stolt Mexíkó, fer hann óstjórnlega í taugarnar á mér. Dos Santos mun rota hann aftur og fá bardagann sem allir vilja á móti Overreem.

Mín spá: Dos Santos KO 1 lota

UFC 155 FX prelims

Image

Þá er komið að sjónvarpaða hluta „undercard“ UFC 155. Mjög spennandi bardagar sem að gætu flestir verið á „main event“ á hvaða UCF „cardi“ sem er.

Hér að neðan eru mínar pælingar og spár.

Michael Johnson vs. Myles Jury

Johnson hefur litið rosalega vel út síðan að hann gekk til liðs við Blackzilians. Boxið og kickboxið hans hefur litið rosalega vel út nýlega. Hann hefur unnið þrjá í röð og allt gegn erfiðum andstæðingum. Jury er ósigraður, 10-0 sem atvinnumaður, þó svo að hann hafi tapað í raunverleikaseríunni The Ultimate Fighter. Hann hefur unnið einn bardaga í UFC en hefur hann aldrei lent á móti neinum á borð við Johnson. Ég held að Johnson sér mun sterkari og mun meiri íþróttamaður og muni mannhöndla Jury. Ofan á það fær hann plús í kladdann fyrir þetta hræðilega video sem hann gerði til að skjóta á Jury fyrir bardagann. http://www.youtube.com/watch?v=AnfY34dLK-Q

Mín spá: Johnson TKO 2 lota

Melvin Guillard vs. Jamie Varner

Mikið „hype“ í kringum þennan bardaga. Hann átti að fara fram í Ultimate Fighter Finale 16 en Varner veiktist í kjölfar að hann var að létta sig fyrir bardagann. Orðaskipti hafa farið á milli og heldur Guillard því fram að Varner sé hræddur við sig. Ég myndi líka skilja það mjög vel því Melvin er „nasty“ og væri ég skíthræddur ef ég þyrfti að berjast við hann. Þó svo að hann eigi í erfiðleikum með wresterla þá sé ég greyið Varner ekki eiga séns. Guillard er bara mun betri.

Mín spá: Guillard TKO 1 lota

Erik Perez vs. Byron Bloodworth

Ég verð að játa fávisku mína hér. Titurlega nýjir menn í UFC sem að berjast í Bantamweight (135) sem er nýleg deild í UFC. Þess vegna hafa bardagar í þessari deild yfirleitt farið fram á facebook hluta kvölda. Hins vegar man ég eftir Erik Perez og skuggalegu rothöggi hans á Ken Stone. Flottur sigur og var það fljótasta rothögg í BW sögu WEC og UFC. Byron veit ég ekkert um nema að hann tapaði mjög leiðinlegum bardaga fyrir „Hulk“, Mike Easton. Þetta verður partý fyrir Perez.

Mín spá: Perez TKO 1 lota

Brad Pickett vs. Eddie Wineland

Þetta er „high profile“ bardagi í BW deildinni. Tveir reyndir menn sem hafa báðir barist stóra bardaga og var Wineland meðal annars BW meistar í WEC. Hins vegar hefur margt vatn runnið til sjávar síðan. Þeir hafa saman safnað verðlaunum fyrir framistöður sínar í peningabónusum frá UFC og því má búast við flugeldum. Sjö sinnum samtals hafa þeir fengið bónusa í WEC og UFC. Þetta verður hraður og skemmtilegur bardagi en tel ég að Pickett sé betri heildar bardagamaður og Wineland gæti lent í vandræðum í gólfinu. Þeir eru báðir með kraft til að rota í næst hröðustu deild UFC sem er ekki algengt. Það má búast við viltum högg í báðar áttir þar til eitthvað rosalegt gerist.

Mín spá: Ég spái að Pickett taki Wineland niður og klári hann þar. Sub 2 lota