UFC 155 — Umfjöllun og hvað er næst

by bardagablogg

Spádómsgáfa mín var mjög döpur fyrir Image

UFC 155. En hvað sem því skiptir er hér smá umfjöllun um eventið og hvað er næst fyrir bardagamennina.

Junior Dos Santo vs. Cain Velasquez

Mjög skrýtin fight. Junior virtist stressaður að nota boxið sitt vegna wrestlings Cain og endaði með því að láta næstum því rota sig. Eftir það var Junior aldrei líklegur. Cain barðist í raun fullkominn bardaga. Fannst samt hann hafa átt að geta klárað Junior. Eftir þennan bardaga og þann fyrsta á FOX tel ég að sá þriðji sé á leiðinni. Tveir aðrir keppinautar þeirra um titilinn eru Cormier sem er liðsfélagi Cain og því er líklegt að hann fari niður í LHW fyrst að titill inn er kominn í hendur AKA manna. Hinn er Overreem og hann á eftir að berjast við Big Foot. Ég held hins vegar að Cain vs. Junior 3 verði stærri fight því spái ég rematch strax.

Næst fyrir þá. 

Cain: Overreem eða Dos Santos í þriðjaskiptið

Junior: Kannski að hann þurfi að vinna einn á milli og svo Cain. Væri þá til í að sjá Junior vs. Travis Browne. Þar sem UFC setur yfirleitt þá sem hafa tapa bardaga á móti öðrum bardagamanni sem hefur tapaði. Þetta yrði standandi stríð og fínn möguleiki fyrir flott rothögg frá Junior. 

Jim Miller vs. Joe Lauzon

Frábær bradagi. Fight of the Night eins og ég spáði. Fram og tilbaka og nóg af blóði. Þarna sannaðist að Joe Lauzon er ekki alveg nógu góður fyrir toppinn en er samt einn af tíu til fimmtán bestu LW í heimi.

Næst fyrir þá.

Jim Miller: Sigurvegari Pettis vs. Cowboy. Þar sem Melendez er örrugglega næstur í titilinn þá yrði þetta nr. 1 contender bardagi.

Joe Lauzon: Ef Cowboy tapar fyrir Pettis gætu þeir barist en annars Nate Diaz. Þvílíkt hvað það gæti orðið rosalegur bardagi.

Tim Boetch vs. Costa Philippou

Vá hvað þetta var skýtinn bardagi. Boetch braut á sér hendina snemma í bardaganum og eftir það var eins og hann væri bara hættur. Var lamminn sundur og saman. Til að toppa sína framistöðu ákvað hann að pulla guard nokkrum sinnum til að láta berja sig soldið í smettið.

Næst fyrir þá.

Costa Philippou vs. Okami

Tim Boetch vs. Belcher

Yushin Okami vs. Alan Belcher

Hundleiðinlegt DEC þar sem Okami sýndi að ef maður vill vera topp fimm í einhverri deild í UFC þarf maður að vera með frábært wrestling. Þar sást munurinn á þessum mönnum. Eðililegt væri þar sem Okami er ekki að fara að berjast um titillinn neitt í bráð að hann sláist við Costa og ef Belcher getur unnið Boetch á flottan hendir það honum hratt áfram í MW.

Næst fyrir þá.

Costa Philippou vs. Okami

Tim Boetch vs. Belcher

Chis Leban. vs. Derek Brunson

Leiðinlegasti fight kvöldsins. Leban leit út fyrir að vera enn illa háður verkjalyfjum. Hann minnti mann einna helst á dauðadrukinn mann. Brunson tók hann niður og gerði hvorugur lítið þar. 

Næst fyrir þá.

Chris Leban: Hætta. Held það bara, hann er búinn og grenja og blæða nóg í UFC að mínu mati

Derek Brunson: Bara einhvern sem vinnur hann svo UFC losni við hann. Hann hafði ekkert að gera á main event cardi og vill ég sjá hann næst á facebook prelims.

Aðrir fighterar sem er verðugt að minnast á.

Myles Jury leit mjög vel út og slátraði Johnson. Kannski að hann geti klifrað upp í keppni næst og mætt Edson Barboza ef hann vinnur í Janúar

Michael Johnson vs. Guillard. Guillard búinn að tapa tveim í röð og á skilið að fá gæja sem er ekki hátt uppi til að komast á flug aftur.

Jamie Varner vs. Takanori Gomi, báðir nöfn og gæti fleygt sigurvegaranum áfram í LW

Eddie Winleand vs. Raphael Assunao, báðir að banka við toppinn á deildinni

Todd Duffee minn maður á móti Pat Barry, afhverju ekki, þó svo að Duffee sé nýkominn aftur gæti þetta orðið mjög góður fight.